Heimilistónar 25. nóv. í tilefni af 75 ára afmæli Tónlistarskólans

19. september 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir

Kæru Ísfirðingar sem búa á Eyrinni!

Vegna 75 ára afmælis Tónlistarskólans langar okkur að blása í glæður Heimilistónana þann 25. nóvember, en þeir hafa verið haldnir í kringum afmælisviðburði skólans. Við sendum því nú út ákall til heimila sem vilja taka þátt í þessum viðburði með okkur. Hugmyndin með Heimilistónum er sú að fólk geti rölt á milli heimila þar sem boðið er upp á tónlistardagskrá sem flutt er af nemendum skólans eða öðrum tónlistarmönnum búsettum hér í bænum.

Heimilistónar standa yfir í tvær klukkustundir, en á hverjum stað er spilað í tuttugu mínútur og sú dagskrá síðan endurtekin aftur og aftur. Þannig getur fólk haldið á næsta stað eftir 20 mínútur. Við beinum óskum okkar að heimilum hér á Eyrinni sem eru í göngufæri hvert frá öðru.

Áhugasamir geta sent póst á bjarney.ingibjorg@tonis.is og skráð sig til leiks eða beðið um nánari upplýsingar.

.

Nettó styrkir Heimilistóna 2023