Tónlistarskóli Ísafjarðar verður settur í Hömrum kl 18 í dag

28. ágúst 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir, Hamrar

Tónlistarskóli Ísafjarðar verður settur í Hömrum kl 18 í dag.

Aron Ottó Jóhannsson og Bea Joó flytja Nótt eftir Árna Thorsteinson í minningu Sigríðar Ragnarsdóttur, fyrrverandi skólastjóra. Mikolaj Ólafur Frach, nýr kennari við skólann, flytur Ballöðu nr. 1 í g-moll eftir Chopin.

Svo tökum við lagið saman, sjá neðst 🙂

Við hvetjum nemendur, foreldra og velunnara skólans til að mæta.

Kennsla hefst á morgun, 29. ágúst, samkvæmt stundaskrá.

Myndin er tekin á Hrafnseyri við Arnarfjörð

Í faðmi fjalla blárra

Í faðmi fjalla blárra,
þar freyðir aldan köld,
í sölum hamra hárra
á huldan góða völd,
sem lætur blysin blika
um bládimm klettaskörð,
er kvöldsins geislar kvika
og kyssa Ísafjörð.

Guðmund Guðmundsson skólaskáld við lag Jónasar Tómassonar.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur