Teiknimyndatónlist með Rúnu

7. september 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir

Teiknimyndatónlist með Rúnu

Á Púkanum, barnamenningarhátíð Vestfjarða, býður Rúna Esradóttir krökkum í 5.-10. bekk upp á skemmtilega vinnustofu. Teiknimynd verður sýnd og krakkarnir fá ýmis ásláttarhljóðfæri í hendur og hljóðsetja myndina með lifandi tónlistarflutningi.
Viðburðurinn verður í saumastofu Tónlistarskólans, föstudaginn 15. september og hefst klukkan 17. Öll hljóðfæri á staðnum.

Vinnustofan er ætluð öllum börnum, ekki aðeins börnum í Tónlistarskólanum, aðgangur er ókeypis en það er takmarkað pláss og því þarf að skrá sig fyrirfram á tonis@tonis.is

Púkinn er barnamenningarhátíð sem haldin er um alla Vestfirði dagana 11.-22. september 2023. Fjölmargt spennandi er í boði á Púkanum, sjá nánar HÉR.

🙂

Púkinn, barnamenningarhátíð

Rúna Esradóttir