Svava Rún og Mikolaj – hádegistónleikar 1. nóv.

29. október 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir, Hamrar

Svava Rún og Mikolaj – hádegistónleikar 1. nóv. kl. 12

Svava Rún Steingrímsdóttir og Mikolaj Frach eru næst í röðinni í hádegistónleikaröð Tónlistarskólans á afmælisári, í Hömrum miðvikudaginn 1. nóvember kl. 12. Svava Rún tók rytmískt miðpróf hjá Bjarneyju Ingibjörgu og hélt þá dásamlega tónleika sem mörgum eru í fersku minni, en síðan þá hefur hún stundað nám við Listaháskólann. Við erum mjög spennt að heyra hvað hún ætlar að bjóða Ísfirðingum upp á!

Hádegistónleikarnir hafa slegið í gegn, það er upplagt að sækja sér upplyftingu og nærandi stund í Tónlistarskólann í hádegisléi. Tónleikarnir standa aðeins í 25 mínútur og mörgum er því í lófa lagið að nýta sér þessa skemmtilegu viðburði með Ísfirðingunum okkar.

Verið hjartanlega velkomin – aðgangur ókeypis!

Svava Rún Steingrímsdóttir

 

Mikolaj Frach