Sjá heimasíðu Skúla: http://www.mennskur.is

Skúli mennski er Ísfirðingur að upplagi og eðlisfari. Hann hefur fengist við að semja og flytja tónlist í hartnær tíu ár og sækir innblástur úr öllum áttum samfélagsins. Eftir hefðbundna grunn- og menntaskólagöngu að meðtöldu innliti í Tónlistaskólann á Ísafirði hefur Skúli numið við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað, Söngskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands með misjöfnum árangri. Skúli hefur starfað með fólki úr mörgum listgreinum, spilað á hátíðum hérlendis og erlendis. Skúli kemur einnig reglulega fram sem trúbador. Hann er söngvari bítbandsins Sökudólgarnir sem gaf út diskinn Líf og fjör árið 2008. Í apríl 2010 kom út platan Skúli mennski og hljómsveitin Grjót með Skúla ásamt hljómsveitinni Grjót. Skúli mennski er einkarekinn í almannaþágu.

Kjörorð hans eru frelsi, virðing og góð skemmtun.