Peter og Aladár

27. mars 2022 | Fréttir, Tónlistarfélagið

Peter Máté og Aladár Rácz léku á tveggja flygla tónleikum Tónlistarfélags Ísafjarðar í Hömrum í dag og fóru algerlega á kostum. Áheyrendur fuku annað slagið aftur á bak í sætunum, svo mikill var krafturinn og fingrafimin. Einfaldlega stórkostleg upplifun.

Í sambandi við tónleikana fengum við Peter til að halda tveggja daga masterklass og leiðbeindi hann tólf nemendum skólans. Hann er mjög virtur píanókennari við Listaháskólann, enda var greinilegt að nemendur kunnu að meta þessi forréttindi og við vorum mjög stolt af þeim.

Á myndinni að ofan eru þrír ungverskir píanóleikarar, Aladár, sem fæddur er í Transilvaníu, okkar eina sanna Bea Joó, sem hafði veg og vanda af námskeiðinu og Peter sem fæddur er í Slóvakíu sem var áður hluti af Ungverjalandi.

Aladár Rácz og Peter Máté

 

Peter, Kolbeinn, Bea, Matilda, Rebekka og Rúna

 

Peter hlustar á Rebekku spila á masterklass í Hömrum

 

Aladár, Bea og Peter

 

Fjör að loknum tónleikum

 

Martha Kristín Sveinbjörnsdóttir, Hildur Elísabet Pétursdóttir og Steinunn Guðmundsdóttir skála eftir vel heppnaða tónleika

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur