Vortónleikaröð Tónlistarskóla Ísafjarðar heldur áfram í kvöld með fjórðu tónleikum hljóðfæranema á Ísafirði. Tónleikarnir hingað til hafa verið afar vel sóttir og nánast húsfyllir á þeim öllum. Í síðustu viku voru afar vel heppnaðir tónleikar lúðrasveita og kóra skólans og í næstu viku heldur tónleikaröðin áfram með tónleikum Davíðs Sighvatssonar tónlistarnema á mánudagskvöld og tónleikum söngnema og öldunga á þriðjudag en alls eru 12 tónleikar á vegum skólans nú í maí.
Tónleikarnir í kvöld hefjast kl 20 í Hömrum, sal skólans og á fjölbreyttri dagskrá er leikið á píanó, gítar og blásturshljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.