VORTÓNLEIKARÖÐ Tónlistarskólans

7. maí 2013 | Fréttir

Nú í maí verður að venju mikill fjöldi tónleika á vegum skólans, hinir hefðbundnu tónleikar hljóðfæra-nema, söngnema, öldunga, tónleikar í útibúum, tónleikar lúðrasveita og kóra og svo mætti áfram telja.
Efnisskrá þessara vortónleika er afar fjölbreytt enda eru nemendurnir á ýmsum stigum hljóðfæranáms, allt frá 1. og upp í 8. stig og leika á hin fjölbreyttustu hljóðfæri.

VORTÓNLEIKARÖÐIN:
Miðvikudagskvöldið 8.maí kl. 20:00 –  VORÞYTUR lúðrasveitanna í Ísafjarðarkirkju
Fimmtudaginn 9.maí (Uppstigningardag) kl. 17:00  – VORSÖNGVAR kóranna í Hömrum.

Sunnudaginn12.maí  kl.16:00 – Vortónleikar tónlistarnema í Félagsheimilinu á Þingeyri
Mánudagskvöldið 13. maí kl. 19:30 – Vortónleikar I í Hömrum – aðalæfing kl.15:30
Þriðjudagskvöldið 14. maí kl. 19:30 – Vortónleikar II í Hömrum – aðalæfing kl.15:30
Miðvikudaginn 15.maí kl. 18:00 – Vortónleikar tónlistarnema á Flateyri
Miðvikudagskvöldið 15. maí kl. 19:30 – Vortónleikar III í Hömrum – aðalæfing kl.15:30

Fimmtudaginn 16.maí kl.18:00 – Vortónleikar IV í hömrum – Aðalæfing kl. 15:30
Fimmtudagskvöldið 23.maí kl.19:30 – Vortónleikar söngnema og öldunga í Hömrum

VORSTRENGIR – Vortónleikar strengjasveita – dagsetning ekki fastákveðin

Fimmtudagskvöldið 30.maí – Lokahátíð og skólaslit í Ísafjarðarkirkju