Vorþytur í Hömrum

2. maí 2016 | Fréttir

Miðvikudaginn 4. maí verða Lúðrasveitir skólans með sinn árvissa VORÞYT. Að þessu sinni verða tónleikarnir í Hömrum og hefjast þeir klukkan 20:00. Sveitir skólans eru þrjár, Skólahljómsveit, Miðsveit og Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar og munu þær allar þeyta lúðra í hressandi og skemmtilegu prógrammi. Skólahljómsveitin er skipuð börnum sem eru tiltölulega nýbyrjuð í blásturshljóðfæranámi, þeir nemendur sem lengra eru á veg komnir skipa Miðsveitina og í Lúðrasveitinni koma saman þrjár kynslóðir, 50 einstaklingar, sem sameinast í áhuga sínum á lúðrablæstri. Að þessu sinni mun Muggi (Guðmundur M. Kristjánsson) taka lagið með Lúðrasveitinni. Stjórnandi er Madis Mäekalle sem auk þess hefur gert allar útsetningar fyrir sveitirnar. Eins og áður sagði eru tónleikarnir 4. maí og hefjast þeir klukkan 20:00 og vonumst við að sjá sem flesta. Aðgangseyrir er 1000 krónur og rennur í sjóð Lúðrasveitanna