Viðurkenningar VESTUR-NÓTUNNAR 2013

18. mars 2013 | Fréttir

Á svæðistónleikum NÓTUNNAR í Hömrum sl. laugardag voru veittar 9 sérstakar viðurkenningar fyrir framúrskarandi tónlistarflutning og 3 tónlistaratriði voru valin áfram í úrslitakeppni NÓTUNNAR sem fram fer í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík sunnudaginn 14.apríl. Það var sérstök valnefnd sem útnefndi þessi "vinningsatriði" en hana skipuðu: Halldór Haraldsson píanóleikari og kennari við Listaháskóla Íslands, Margrét Geirsdóttir tónmenntakennari og sviðsstjóri hjá Ísafjarðarbæ og Ólafur Kristjánsson fv. tónlistarskólastjóri og bæjarstjóri í Bolungarvík og sögðust þau hafa verið mjög sammála um úrslitin.

 

Atriðin níu sem fengu sérstaka viðurkenningu voru þessi:

Mariann Rähni – einleikur á píanó frá Tónlistarskóla Bolungarvíkur:
Karólína Mist Stefánsdóttir, söngur, frá Tónlistarskóla Bolungarvíkur:
Arni Hrafn Hafsteinsson, klarinett, frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Hljómsveitin Ísleifur frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Toskabandið frá Tónlistarskólanum á Akranesi
Hrefna Rós Lárusdóttir, básúna frá Tónlistarskóla Stykkishólms:
Gítartríó (Aron Alexander Þorvarðarson, Gauti Daðason, jón Glúmur Hólmgeirsson) frá Tónlistarskóla Stykkishólms:
Skólakór Tónlistarskóla Ísafjarðar
Hljómsveit píanónemenda í Tónlistarskóla Ísafjarðar

 

 

Atriðin þrjú sem valin voru til áframhaldandi þátttöku í lokatónleikum NÓTUNNAR voru:

1. Hrefna Rós Lárusdóttir, básúna, Stykkishólmi
2. Hljómsveit píanónemenda í Tónlistarskóla Ísafjarðar
3. Skólakór Tónlistarskóla Ísafjarðar

 

Á myndinni er Hrefna Rós, sigurvegari Vestur-Nótunnar 2013, að leika Bleika pardusinn á tónleikunum á laugardag. Meðleikari hennar á píano er Berglind Gunnarsdóttir.