Viðgerðir og breytingar á skólahúsnæði

4. september 2009 | Fréttir

Talsverðar endurbætur hafa verið unnar á húsi Tónlistarskólans við Austurveg að undanförnu á vegum Tónlistarfélags Ísafjarðar, bæði utanhúss og innan. Viðgerðir á gluggum hússins eru í fullum gangi og í kjallaranum verður í haust tekið í notkun eitt þeirra herbergja sem Grunnskólinn á Ísafirði hefur nýtt sem smíðastofur árum saman, en herbergin eru í afar slæmu ásigkomulagi eftir þá notkun.
Þá verður tónlistarkennslan á Þingeyri flutt um set úr Aðalgötu 37 í Félagsheimilið á Þingeyri en Ísafjarðarbær hefur látið gera þar upp tvö herbergi fyrir tónlistarskólann.