Tvö verk eftir Jónas Tómasson frumflutt á Myrkum

21. janúar 2013 | Fréttir

Jónas Tómasson tónskáld, sem búsettur er á Ísafirði, er afar virkur í list sinni og fjöldi verka hans er fluttur árlega hér á Íslandi og erlendis. Tvö splunkuný verk eftir Jónas verða frumflutt á tónlistarhátíðinni „Myrkir músíkdagar" sem fram fer í Reykjavík  um næstu mánaðamót. Á hátíðinni verða um 20 tónleikar  – stútfullir af nýrri og nýstárlegri tónlist –  flestir í Hörpunni, en dagskrána má skoða í heild sinni  á heimasíðunni http://www.myrkir.is.

Föstudagskvöldið 1.febrúar flytur tónlistarhópurinn CAPUT nýjan píanókonsert „HANAMI“  eftir Jónas þar sem Tinna Þorsteinsdóttir er í einleikarahlutverkinu undir stjórn Snorra S. Birgissonar.  Á lokatónleikum hátíðarinnar, sunnudagskvöldið 3.febrúar, flytur kammersveit Reykjavíkur nýtt kammerverk Jónasar þar sem flautan er í aðalhlutverki. Ezequiel Menalled stjórnar kammersveitinni en Áshildur Haraldsdóttir leikur á þverflautu,

 

 

 

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is