Tveir söngnemendur halda lokatónleika

22. maí 2011 | Fréttir

Söngnemendurnir Dagný Hermannsdóttir og Elma Sturludóttir ásamt Beötu Joó píanóleikara halda tónleika í Hömrum miðvikudaginn 25.maí kl. 17:30. Á dagskránni eru ýmis íslensk og erlend sönglög ásamt óperuaríum. Dagný og Elma hafa stundað söngnám undanfarin ár við Tónlistarskóla Ísafjarðar en halda nú á önnur mið. Kennari þeirra er Ingunn Ósk Sturludóttir. Allir eru velkomnir á tónleikana.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is