Við erum mjög stolt af öllum píanónemendum okkar sem tóku þátt í píanókeppni EPTA, undir handleiðslu Beötu Joó. Þau stóðu sig öll eins og hetjur og voru sjálfum sér og skólanum sínum til sóma. Í flokki 10 ára og yngri varð Iðunn Óliversdóttir í öðru sæti, en Kolbeinn Hjörleifsson í þriðja sæti.

Til hamingju, Ísafjörður!