Tónlistarhátíðin Við Djúpið tilnefnd til Eyrarrósarinnar

6. febrúar 2012 | Fréttir

Tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði hefur hlotið tilnefningu til Eyrarrósarinnar í ár ásamt tveim öðrum menningarverkefnum, Sjóræningjasetrinu á Pátreksfirði og Safnasafninu við Eyjafjörð. Tónlistarhátíðin Við Djúpið verður haldin á Ísafirði í 10.sinn dagana 19.-24.júní í sumar. Hátíðin er haldin í nánum tengslum ýmsa aðila, við m.a. Tónlistarskóla Ísafjarðar en flestir flestir aðalviðburðir hátíðarinnar fara fram í húsakynnum skólans.

Það voru þau Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Pétur Jónasson gítarleikari sem stofnuðu til þessarar hátíðar árið 2003 og stjórnuðu henni fyrstu þrjú árin. Árið 2006 tóku þau Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari og Greipur Gíslason við kyndlinum en frá árinu 2009 hefur Greipur verið verkefnisstjóri en Dagný Arnalds listrænn stjórnandi.

Heimasíða hátíðarinnar er http://viddjupid.is/

 

Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, og verður veitt í áttunda sinn á Bessastöðum þann 18. febrúar næstkomandi. Markmið verðlaunanna er að efla fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni og skapa sókarfræir á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.

Meðal verkefna sem hlotið hafa Eyrarrósina á undanförnum árum eru: Sumartónleikar í Skálholtskirkju, tónlistarhátíðin Bræðslan, Landnámssetrið í Borgarfirði og LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi. 

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is