Tónleikar lengra kominna nemenda í Hömrum

11. mars 2015 | Fréttir

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 11.mars kl. 19:30, heldur stór hópur lengra kominna nemenda Tónlistarskóla Ísafjarðar  ásamt gestum tónleika með fjölbreyttu efni í Hömrum, sal skólans. Um 30 ungir tónlistarmenn koma fram á tónleikunum og leika á píanó, fiðlu og gítar auk söngs og samleiks. Gítarhópur skólans leikur tvö lög og rokkhljómsveit nemenda TÍ  og hljómsveitin Rhythmatic  spila báðar frumsamin lög.

Í  Tónlistarskóla Ísafjarðar er nú óvenju stór hópur langt kominna nemenda og koma margir þeirra fram á tónleikunum. Nemendur sem komnir eru á framhaldsstig í tónlistarnáminu eru nú 15 talsins, sem er einstakt miðað við höfðatölu í tónlistarskólum almennt, og enn fleiri eru langt komnir í miðnámi. Flestir eru þessir nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði, en einnig örfáir í grunnskóla og svo eldri nemendur.

Á efnisskránni kennir margra grasa. Fyrri hluti dagskrárinnar er einkum klassískur, m.a. verk eftir Bach, Mozart, Chopin, Liszt, Debussy og ýmsa samtímamenn þeirra.  Eftir hlé verður aðaláherslan á nýrri tónlist, djass,kvikmyndatónlist o.fl.Þar má m.a. heyra lög eftir Mancini, Duke Ellingron, Morricone, Sondheim, en einnig verða flutt frumsamin lög eftir nemendur.
Allir eru velkomnir á tónleikana og er aðgangur ókeypis. 

 

Hér eru nöfn þeirra ungu tónlistarmanna sem fram koma á tónleikunum, en á meðf mynd eru nokkrir þeirra nemenda sem fram koma.

Anna Anika Jónína Guðmundsdóttir, píanó
Davíð Sighvatsson, píanó og söngur
Dóróthea Magnúsdóttir, píanó
Hilda María Sigurðardóttir, söngur
Hilmar Adam Jóhannsson, fiðla og píanó
Hólmfríður Bjarnardóttir, gítar
Inge Sól Lauridsen, söngur
Jóhanna María Steinþórsdóttir, píanó
Karolína Júlía Edwardsdóttir, píanó
Kristín Harpa Jónsdóttir, píanó
Laufey Helga Jónsdóttir, píanó
Maksymilian Frach, söngur, fiðla
Melkorka Ýr Magnúsdóttir,píanó og söngur
Mikolaj Ólafur Frach, píanó og gítar
Nikodem Júlíus Frach, fiðla
Patrekur Brimar Viðarsson, gítar
Pétur Ernir Svavarsson, píanó og söngur
Salóme Katrín Magnúsdóttir, söngur
Sigríður Salvarsdóttir, píanó og söngur
Sævar Hrafn Jóhannsson, gítar
Þormóður Eiríksson, gítar
Rokkhljómsveit nemenda TÍ
en hana skipa: Daníel Snær Viðarsson, söngur
Gunnar Þór Valdimarsson, gítar, Sigþór Hilmarsson Lyngmó, gítar,
Björn Dagur Eiríksson, bassi og Magnús Ingi Traustason, trommur
Hljómsveitin Rhythmatic
en hana skipa: Hrafnkell Hugi Vernharðsson, söngur og gítar, Eggert Thomas Nielson, gítar,
Pétur Óli Þorvaldsson, bassi og Valgeir Skorri Vernharðsson. trommur

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is