Tónleikar á Þingeyri í kvöld

18. mars 2009 | Fréttir

Í kvöld, þriðjudagskvöldið 25. nóvember kl. 19 verða tónleikar í Félagsheimilinu á Þingeyri. Þar koma fram tónlistarnemar í útibúi tónlistarskólans á Þingeyri og leika á ýmis hljóðfæri, fiðlu, gítar, harmóníku, píanó og blokkflautu auk Þess sem Sönghópur skólans kemur fram. Dagskráin er fjölbreytt, fyrir hlé er að mestu einleiksatriði en eftir hlé er samleikur í aðalhlutverki. Í hléi verður selt kaffi.

 

Umsjón með tónleikunum og dagskránni hafa tónlistarhjónin Krista og Raivo Sildoja sem starfað hafa á Þingeyri undanfarin ár.