TÓNFRÆÐINÁM

5. september 2012 | Fréttir

Tónfræðin er óaðskiljanlegur hluti tónlistarnáms og nauðsynlegt er að flétta og samþætta tónfræðileg atriði við hljóðfæra- og söngkennsluna. Margir telja sig ekki hafa tíma til að sækja sérstaka tíma í tónfræði eða tónheyrn, en góð þekking á tónfræðisviðinu gerir allt tónlistarnám miklu skemmtilegra, fjölbreytilegra og árangursríkara.

Skortur á tónfræðikunnáttu heftir framvindu náms á margvíslegan hátt, einkum í nótnalestri og tónskilningi, auk þess sem nemendur fá ekki afhent áfangaprófs-skírteini í sinni grein nema hafa lokið samsvarandi árangri í tónfræði.  
Þá fær nemandi sem ekki hefur lokið grunnprófi í tónfræðigreinum ekki að taka miðpróf á hljóðfæri/söng og nemandi sem ekki hefur lokið miðprófi í 
tónfræðigreinum fær ekki að taka framhaldspróf á hljóðfæri/söng.
 
Á undanförnum hefur orðið mikil breyting á tónfræðikennslunni. 
 
Grunnnám í tónfræði tekur um 3-4 ár. Grunnatriði „stafrófs tónfræðinnar“ í 1.-3. hluta eru kennd í spilatímunum, en þeir sem hafa lokið 1.hluta er boðið upp á hóptíma í hlustun og greiningu (tónheyrn, tónlistarsaga o.fl.), klukkutíma 1x í viku. 
Hér við skólann telst grunnprófi í tónfræði lokið þegar nemandinn hefur lokið 3.hluta tónfræðinnar og Hlustun og greiningu I og II, auk valverkefnis. 
 
Að loknu grunnprófi hefst miðnám í tónfræði og þá eru hóptímarnir lengri (90 mín.á viku) og fela í sér tónfræðileg atriði, tónheyrn, hlustun o.fl. Miðpróf í tónfræði er á samræmt próf á landsvísu og fer fram á vorin.
 
Örfáir nemendur eru í framhaldsnámi í tónfræði. Þá eiga að vera sérstakir tímar í hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsögu, en slíkir tímar eru ekki boði á hverju ári.
 
Nemendur eru eindregið hvattir til að nýta sér þá tónfræðitíma sem eru í boði í skólanum og vera duglegir að vinna þau verkefni sem hljóðfæra/söngkennarinn setur þeim fyrir í bóklegu tónfræðinni. Það er líka með tónfræðina eins og margt annað, að þeim mun yngri sem nemendurnir eru þegar þeir tileinka sér hana, þeim mun auðveldari verður hún.
 
Forráðamenn nemenda eru einnig hvattir til að styðja við tónfræðinámið: minna á tímana, fylgjast með að verkefnin séu unnin og skilað, verðlauna börnin að loknum hlutaprófum o.s.frv. Og hikið ekki við að leita til kennaranna eftir aðstoð!