Þröstur og Þúfutittlingarnir í Edinborg

5. nóvember 2010 | Fréttir

Tónlistarmaðurinn Þröstur Jóhannesson lýkur tónleikaferð sinni um Vestfirði með tónleikum í Bryggjusal Edinborgarhússins á Ísafirði kl. 17 á morgun, laugardag. Þröstur hefur verið að túra einn með kassagítarinn, en að þessu sinni mun hljómsveitin Þúfutittlingarnir leika með Þresti nokkur lög. Hljómsveitina skipa þeir Vernharður Jósefsson á bassa, Tumi Þór Jóhannsson á trommur og Stefán Freyr Baldursson á gítar. Frítt er á tónleikana og eru allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.