Þrír píanónemendur taka þatt í EPTA-keppni

29. október 2012 | Fréttir

Sunnudaginn 4.nóv. kl.13.30 halda þrír lengra komnir nemendur Tónlistarskóla Ísafjarðar tónleika í Hömrum. Þetta eru þau Hilmar Adam Jóhannsson, Kristín Harpa Jónsdóttir, sem bæði eru nemendur Beötu Joó og Mikolaj Ólafur Frach, sem er nemandi Iwonu Frach. Nemendurnir þrír eru á leið í píanókeppni Íslandsdeildar EPTA (Evrópusambands píanókennara) sem haldin verður í Salnum í Kópavogi dagana 6.-11.nóvember og eru tónleikarnir liður í undirbúningi þeirra.

Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana og er agangur ókeypis.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is