Styttist í tónlistarhátíðina Við Djúpið

15. júní 2010 | Fréttir

Tónlistarhátíðin Við Djúpið hefst í næstu viku, frá þriðjudegi til sunnudags.
Opnunartónleikar hátíðarinnar eru á þriðjudagskvöld 22.júní í Hömrum kl. 20:00. Þar koma fram Sif Tuliníus fiðluleikari og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari með skemmtilega dagskrá. Fjöldi skemmtilegra tónleika er á hátíðinni. Á miðvikudagskvöld syngur kammerkórinn CARMINA í Ísafjarðarkirkju undir stjórn Árna Heimis, á fimmtudagskvöld leikur norrænn blásarakvintett í Hömrum, á föstudagskvöld  leikur píanóleikarinn Andrew Quartermain ásamt fleirum í Hömrum (áskriftartónleikar Tónlistarfélagsins), á laugardag kl. 17:00 heldur óperusöngkonan Janet Williams ásamt fleirum tónleika í Hömrum, og á sunnudag kl. 17:00 eru lokatónleikar hátíðarinnar, norrænn blásarakvintett flytur ný verk ungra tónskálda.
Þá er fjöldi annarra tónleika og uppákoma,  morgun- og hádegistónleikar í anddyri grunnskólans og í Bryggjusal Edinborgarhúss, nemendatónleikar o.s.frv.
Hægt verður að kaupa sérstakan HÁTÍÐARPASSA á hagstæðu verði sem veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar, tónleikum og áheyrn að námskeiðunum.
Heimasíða hátíðarinnar er www.viddjupid.is og þar má finna allar nánari upplýsingar um hátíðina.
 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is