Söngveisla Kristjáns Jóhannssonar og söngvina hans

14. maí 2010 | Fréttir

Tónlistarfélagið var beðið að kynna tónleika Kristjáns Jóhannssonar tenórsöngvara, sem verða laugardaginn 15. maí klukkan 17:00 í Íþróttahúsinu á Torfnesi. Á dagskránni eru þekkt sönglög og óperuaríur í flutningi Kristjáns og sex söngvara af yngri kynslóðinni sem flestir eru hans nemendur. Píanóleikari er Aladár Rácz.
Söngvinir Kristjáns eru sópransöngkonurnar  Erla  Káradóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir, tenórarnir Birgir   Oskarsson og Rúnar Þór Guðmundsson og loks Kristján Ingi  Jóhannesson bassi
Miðasala í Bókahorninu á Ísafirði og á Midi.is
 slóðin http://midi.is/tonleikar/1/5875/

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is