Föstudaginn 6.mars kl. 12:30 bjóða tónlistarkennarar bæjarbúum til fjöldasöngs á göngum Stjórnsýsluhússins á Ísafirði. Þar verða tekin nokkur hress og skemmtileg lög við allra hæfi.

 

Þetta er í 4. sinn í vetur sem efnt er til samsöngs af þessu tagi í Stjórnsýsluhúsinu og þátttaka ávallt verið  mikil og kröftug enda fátt sem léttir hugann eins mikið og glaðlegur söngur. Tónlistargúrúinn Jónas Ingimundarson sagði eitt sinn „að enginn gæti sungið í vondu skapi“ og það er víst hverju orði sannara.

 

Allir velkomnir – söngblöð á staðnum!