Skólasetning í dag

24. ágúst 2018 | Fréttir

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennarar eru þessa dagana að festa niður tímasetningar fyrir hljóðfæratíma nemenda sinna og verða í sambandi við ykkur vegna þeirra.

Frístundaskráningar í Forskóla og Tónasmiðju fara fram í umsóknarkerfi skólans.

Skólasetning Tónlistarskóla Ísafjarðar verður í dag, föstudaginn 24. ágúst, kl. 18:00 í Hömrum, sal skólans að Austurvegi 11.

Beata Joó og Aron Ottó Jóhannsson munu flytja tvö lög auk þess sem blásið verður í lúðra í tilefni dagsins.

Við hlökkum til þess að sjá ykkur!