Skólasetning

23. ágúst 2016 | Fréttir

Skólasetning Tónlistarskóla Ísafjarðar verður miðvikudaginn 24. ágúst í Hömrum, sal skólans að Austurvegi 11 og hefst kl. 18:00. Að venju er á dagskrá stutt ávarp skólastjóra og einnig flytur nýráðinn gítarkennari skólans, Christine Gebs, tvö stutt gítarverk. Gítarnemendur eru boðnir sérstaklega velkomnir til að hlusta á nýja kennarann sinn, en að sjálfsögðu eru allir nemendur, forráðamenn þeirra sem og allir velunnarar skólans hjartanlega velkomnir. Vonumst til að sjá sem flesta.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is