Skólasetning

27. ágúst 2014 | Fréttir

Skólasetning Tónlistarskóla Ísafjarðar fer fram í dag, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 18:00 í Hömrum, sal skólans. Samkvæmt venju verða flutt stutt ávörp og tónlistaratriði.  Nemendur og forráðamenn þeirra eru sérstaklega velkomnir ásamt öðrum velunnurum skólans nær og fjær.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is