Skólalúðrasveitin á hádegistónleikum í Grunnskólanum á Ísafirði

9. nóvember 2010 | Fréttir

Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar heldur stutta hádegistónleika í anddyri Grunnskólans á Ísafirði kl. 12:30 fimmtudaginn 11.nóvember. Tónleikarnir eru sérstaklega ætlaðir grunnskólanemum en allir eru velkomnir. Sveitina skipa tónlistarnemar á grunnskólaaldri. Stjórnandi er Madis Maeekalle.

 

Myndin var tekin á skólatónleikum sveitarinnar 2009.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is