Samvinnuverkefni Grunnskólans og Tónlistarskólans

21. febrúar 2012 | Fréttir

Nýlega fóru Grunnskólinn á Ísafirði og Tónlistarskólinn af stað með blásaraverkefni í 5.bekk. Allir nemendur 5.bekkjar koma í tíma á kornett og klarinett, fjórir krakkar í einu, tvisvar í viku. Þannig fá allir þessir krakkar tækifæri til að kynnast hljóðfæraleik auk þess sem þetta skilar vonandi nemendum inn í lúðrasveitir skólans.  

Nú koma allir nemendurnir, 36 talsins,  í tímana en ráð er gert fyrir að einhverjir muni heltast úr lestinni þegar líður á önnina.
Skólarnir hafa áður unnið með svipuð verkefni en ekki síðan kreppan skall á. Það er Madis Mäekalle sem sér um kennsluna eins og í fyrri verkefnum.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is