Samsöngur í Stjórnsýsluhúsinu á föstudag!

5. nóvember 2009 | Fréttir

Tónlistarkennarar bjóða bæjarbúum til fjöldasöngs á göngum Stjórnsýsluhússins á Ísafirði kl. 12:30 á föstudag. Þar verða tekin nokkur hress og skemmtileg lög við allra hæfi.Það er fátt sem léttir lundina eins mikið og glaðlegur söngur eða eins og tónlistargúrúinn Jónas Ingimundarson sagði eitt sinn: „Það er ekki hægt að syngja í vondu skapi“ og það er víst hverju orði sannara. Það er Ingunn Ósk Sturludóttir söngkona sem stjórnar fjöldasöngnum með aðstoð Sigríðar Ragnarsdóttur skólastjóra, sem leikur á píanóið.