Óperukynning á mánudagskvöld

16. janúar 2012 | Fréttir

 Nk. mánudagskvöld 16.janúar  kl. 19:30 verður kynning á óperunni Töfraflautan eftir Mozart í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Fjallað verður um tilurð óperunnar og sýnd verður DVD-upptaka af uppfærslu Ingmars Bergmans á verkinu og e.t.v. brot úr fleiri uppfærslum. 

 

Í framhaldinu er ætlunin er að stofna klúbb óperuáhugafólks sem hittist reglulega, kynnir sér, hlustar og horfir á hinar ýmsustu óperur, óperettur og söngleiki.  Allt áhugafólk er hjartanlega velkomið.

 

Þess má geta að söngvadagskrá um óperettusöngkonuna Sigrúnu Magnúsdóttur, sem Ópera Vestfjarða hafði stefnt á um miðjan febrúar hefur verið frestað til haustsins af óviðráðanlegum ástæðum. Söng- og leiknámskeiðum, sem tengdust dagskránni, hefur sömuleiðis verið frestað og verða aftur auglýst með haustinu.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is