Ísfirska tónskáldið Halldór Smárason á nýtt verk á tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar sem hefst í kvöld í Reykjavík. Verkið, sem heitir "Vegfarendur" , verður flutt af Elektra-kammerhópnum í Kaldalónssal Hörpu laugardaginn 28.janúar kl.12:15. Halldór lauk framhaldsprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Ísafjarðar vorið 2009 og hefur síðan stundað nám í tónsmíðum í Listaháskóla Íslands. Aðalkennarar hans þar hafa verið tónskáldin Tryggi M.Baldvinsson og Atli Ingólfsson. Halldór hefur þegar vakið talsverða athygli fyrir tónsmíðar sínar og unnið til viðurkenninga. Hann útskrifast úr LHÍ í vor.