Nótan, svæðistónleikar tónlistarskólanna 2024 – myndir

15. apríl 2024 | Fréttir

Nótan, svæðistónleikar tónlistarskólanna. 13. apríl 2024 í Tónbergi á Akranesi – myndir

Eins og kunnugt er, fer Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, fram annað hvert ár í Hörpu og annað hvert ár á svæðistónleikum, en Vestur-Nóran 2024 fór fram í glæsilegum sal Tónlistarskóla Akraness við húsfylli 13. apríl, þar sem fram komu nemendur úr tónlistarskólum á Vestfjörðum og Vesturlandi.
Fyrir okkar hönd léku Guðrún Hrafnhildur Steinþórsdóttir og Matilda Mäekalle á tvö píanó ásamt blásurunum Jónu Guðrúnu Arnórsdóttur, Kristínu Þóru Henrysdóttur og kennara sínum Madis Mäekalle. Blásararnir fluttu einnig Nótutón eftir Tryggva Baldvinsson. Þá fluttu Guðrún María Johansson og Sædís Ylfa Þorvarðardóttir frumsamin lög sín. Móðir Guðrúnar, Fanný Margrét Bjarnadóttir og móðir Sædísar, Erla Rún Sigurjónsdóttir slógust í hópinn og sungu með þeim. Við erum mjög stolt af framgöngu þeirra allra.
.

 

Hefð er fyrir því að flutt er Nótutón, lúðrakall Nótunnar, lag Tryggva M. Baldvinssonar.

.

Vögguvísur. Sædís Ylfa þorvarðardóttir spilar eigið lag við ljóð ömmu sinnar, Ólínu K. Þorvarðardóttur. Fanný Margrét, Guðrún María og Erla Rún syngja.

Matilda og Guðrún Hrafnhildur fluttu Jesu, Joy of Men’s Desiring, sálmaforleik eftir J.S. Bach, sem við þekkjum undir heitinu Slá þú hjartans hörpustrengi, ásamt blásurunum Madis Mäekalle, Jónu Guðrúnu Arnórsdóttur og Kristínu Þóru Henrysdóttur.

Guðrún María og móðir hennar Fanný Margrét, Sædís Ylfa og móðir hennar Erla Rún flytja lag Guðrúnar Maríu við ljóð langafa hennar Birkis Friðbertssonar í Botni í Súgandafirði. Sædís spilaði einnig frumsamið lag sitt ásamt Guðrúnu og mæðrunum. Lag Sædísar var samið við ljóð ömmu hennar, Ólínu Kjerulf Þorvrðardóttur, Vögguvísur.

Bergþór kynnti atriðin á Nótunni

Undirbúningshópur Nótunnar 2024, Kristjón Daðason Stykkishólmi, Sigfríður Björnsdóttir Borgarnesi, Rut Berg Guðmundsdóttir Akranesi og Albert Eiríksson Ísafirði.

Mæðgurnar Kristín Þóra Henrysdóttir og Jóna Guðrún Arnórsdóttir ásamt Madis.

 

 

Nótan, svæðistónleikar tónlistarskólanna fóru fram laugardaginn 13. apríl 2024 í Tónbergi á Akranesi.