Mugison heldur útskriftartónleika

27. apríl 2013 | Fréttir

Í dag, laugardaginn 27. apríl kl. 17:00 heldur Mugison útskriftartónleika í Sundlauginni í Mosfellsbæ en hann útskrifast með meistaragráðu í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (New audience and innovative practice) frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands nú í vor.

Fyrir þremur árum byrjaði Mugison að smíða hljóðfæri ásamt Ísfirðingnum Páli Einarssyni sem nefnist Mirstrument. Það samanstendur af lyklaborði með 192 tökkum, kallað „the harmonic table“ (svipað og á takkanikku), tveimur ipad-tölvum, í gólfbúnaði er stafræn Gordius Little Giant módúla, RME-hljóðkort, ljósatengi af gerðinni DMXIS, rafmagn fyrir allan búnaðinn, einnig gerðum við ljósastand með 6 Led-kösturum á einum standi og smíðuðum sér rafmagns- og boðkerfi sem tengist hljóðfærinu. Á þessum þremur árum hafa þeir breytt uppsetningunni nokkrum sinnum, tekið út einingar og sett aðrar inn í staðinn.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is