Miðsvetrartónleikar á Flateyri

10. mars 2010 | Fréttir

Tónlistarhátíð æskunnar heldur áfram og í kvöld miðvikudaginn 10. mars kl. 19:30 verða nemendatónleikar í Grunnskóla Flateyrar.  Leikið verður á píanó, gítar og trommur.  Foreldrar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma og hlusta og veita þannig nemendum stuðning og hvatningu.