Meistaranemar í tónlist vinna að verkefnum á Ísafirði

10. apríl 2012 | Fréttir

Þessa dagana dvelja sex meistaranemar frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands á Ísafirði. Þau eru öll í nýju námi sem kallast „Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf“ (á ensku: Joint Music Master for New Audiences and Innovative Practices) og en Listaháskóli Íslands hefur búið til þessa námsbraut ásamt fjórum öðrum evrópskum tónlistarháskólum.  Þrír nemanna sem hér eru koma einmitt frá tónlistarháskólunum í Svíþjóð og Hollandi, en samt eru engir Svíar eða Hollendingar þar á meðal heldur Ítali, Rúmeni og Finni. Íslendingarnir eru þær Vala Gestsdóttir tónskáld og söngkonurnar Svanlaug jóhannsdóttir og Alexandra Chernyshova.Þau verða hér mestalla vikuna og vinna að ýmsum verkefnum með leiðsögn Hilmars Þórðarsonar tónskálds og hafa til þess aðstöðu í Tónlistarskóla Ísafjarðar, en þau gista í Sóltúnum, húsi Ísfirðingafélagsins í Reykjavík.
 

Ísafjarðarbær og þá sérstaklega Tónlistarskóli Ísafjarðar er samstarfsaðili Listaháskólans í þessu verkefni og það er bæði ljúft og skylt að taka vel á móti þessu unga tónlistarfólki.