Madis Mäekalle

25. ágúst 2020 | Fréttir

Okkar kæri samstarfsmaður Madis Mäekalle var útnefndur bæjarlistarmaður Ísafjarðarbæjar 2020 á skólasetningu Tónlistarskólans í gær. Madis er frábær kennari, stjórnar Lúðrasveitinni að stakri snilld og er ómissandi þegar kemur að útsetningum í tengslum við uppsetningar á leikritum og flutning á tónverkum. Til hamingju Madis! Þú ert sannarlega vel að þessu kominn.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is