Lúðrasveit T.Í. fær einkennisjakka að gjöf

28. apríl 2011 | Fréttir

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur verið svo rausnarlegt að færa Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar einkennnisjakka að gjöf og  verða jakkarnir vígðir á sunnudaginn kemur, verkalýðsdaginn 1.maí. Þá leikur sveitin í göngu verkalýðsfélaganna og kemur einnig fram í dagskránni.

Einkennisjakkarnir eru bláir og mjög praktískir í íslensku veðurfari, enda þarf sveitin oft að leika utandyra. Þeir verða einnig merktir sérstaklega en það náðist ekki ekki nú fyrir

1. maí en verður vonandi sem fyrst.

Tónlistarskólinn er afar þakklátur Verkalýðsfélaginu fyrir þessa rausnarlegu gjöf og fyrir hlýhug þess í garð lúðrasveitanna og skólans alla tíð.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is