Lokahátíð og skólaslit Tónlistarskólans

26. maí 2016 | Fréttir

Í kvöld fimmtudaginn 26. maí kl. 20 verður lokahátíð og skólaslit Tónlistarskóla Ísafjarðar í Ísafjarðarkirkju. Á dagskránni eru ávörp og fjölbreyttur tónlistarflutningur, afhending verðlauna og námskírteina. Nemendur og forráðamenn eru hvattir til að mæta og allir velunnarar skólans boðnir velkomnir. Vonandi sjáumst við sem flest til að fagna  lokum skólastarfsins sem hefur verið kröftugt og árangursríkt þetta skólár sem fyrr.