Kvæðalaganámskeið á laugardag

8. október 2015 | Fréttir

Nk. laugardag 10.október verður haldið stutt kvæðamannanámskeið í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Farið verður yfir nokkur kvæðalög og tvísöngslög eftir því sem tími gefst til. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Guðrún Ingimundardóttir.Námskeiðið fer fram í Hömrum kl. 10-12, aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

 

Guðrún Ingimundardóttir er tónskáld og tónlistarmannfræðingur. Hún stundaði nám í tónsmiðum við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk síðan doktorsprófi frá háskólanum í Arizona í Bandaríkjunum í tónsmíðum og tónlistarmannfræði. Hún er nú búsett á Siglufirði og starfar fyrir Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar og sem tónlistarkennari,