Kórastarfið hefst á mánudaginn!

6. janúar 2011 | Fréttir

Tveir kórar starfa við Tónlistarskóla undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Fyrstu kóræfingarnar á nýju ári verða í næstu viku og verður þá hafist handa við að æfa nýjar efnisskrá og eru nýir félagar í báða kórana boðnir hjartanlega velkomnir.

Barnakórinn sem ætlaður er börnumí í 2.- 6.bekk grunnskólans æfir á mánudögum kl.13:50-14.50 og á fimmtudögum kl. 15-16, en Stúlknakórinn sem skipaður er stúlkum frá 7.bekk grunnskóla og upp úr æfir á þriðjudögum kll 15-16 og á fimmtudögum kl. 15-16.

Kórarnir eru að fást við fjölbreytt verkefni og tónleikahald sem kynnt verður á æfingum fljótlega.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is