Kórar skólans halda jólatónleika með Karlakórnum

3. desember 2012 | Fréttir

Skólakór T.Í. og Barnakór T.Í. halda aðventutónleika í samvinnu Karlakórinn Erni á næstu dögum. Alls eru þrennir tónleikar á dagskránni: miðvikud. 5.des. kl.20 í Félagsheimilinu í Bolungarvík, fimmtud. 6.des. kl. 20 í Félagsheimilinu á Þingeyri og í Ísafjarðarkirkju sunndaginn 9.des. kl. 17.  Bjarney Ingibjörg stjórnar báðum kórunum en Beáta joó stjórnar karlakórnum. Meðleikarar eru margrét Gunnarsdóttir á píNó og félagar úr kórum Tónlistarskólans á slagverk.

Aðgangur að öllum tónleikunum er ókeypis.