Kátir dagar – líka í Tónlistarskólanum!

28. mars 2012 | Fréttir

Dagana 29. og 30.mars eru þemadagar í Grunnskólanum á Ísafirði og tekur Tónlistarskóli Ísafjarðar þátt í dagskránni með grunnskólakennurunum. Ein "stöð" verður í Hömrum og þar verður börnunum kennt lagið La dolce Vita eftir Pál Óskar. lagið verður síðan sungið með viðeignadi danssporum í hádeginu á föstudag á Silfurtorgi þar sem allir nemendur og kennarar koma saman.

Það er Bjarney ingibjörg Gunnluagsdóttir sem hefur yfirumsjón með tónlistarstöðinni í Hömrum en henni til aðstoðar eru Dagný Arnalds, Hulda Bragadóttir o.fl.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is