Vetrarferðin eftir Schubert á tónleikum Tónlistarfélagsins í Hömrum fimmtudaginn 14. október kl 20.
Það er sérstök ánægja að bjóða Jóhann Kristinsson velkominn til Ísafjarðar, en hann er einn af glæsilegustu tónlistarmönnum ungu kynslóðarinnar. Fyrstu sporin steig hann hjá Bergþóri Pálssyni í Söngskólanum, en stundaði síðan nám í Berlín og síðan þá hefur velgengni hans vaxið hratt. Það kemur ekki sérlega á óvart, enda eru bæði raddgæði og tónlistargáfur hins unga söngvara í ætt við pabbann, Kristin Sigmundsson.
Jóhann fær einn eftirsóttasta meðleikara sinnar kynslóðar, Ammiel Bushakevitz til liðs við sig.
Vetrarferðin er með því síðasta sem Franz Schubert samdi á stuttri ævi sinni. Schubert samdi lög við 24 ljóð eftir Wilhelm Müller og úr varð þetta stórbrotna meistaraverk sem margir telja hátind ljóðasöngsformsins.
Flytjendur:
Jóhann Kristinsson, baritón og Ammiel Bushakevitz, píanó
Efnisskrá:
Vetrarferðin eftir Franz Schubert – (1797-1828)
Miðaverð er 3000 kr., en 2000 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og skólafólk 20 ára og yngra.
Miðar á tónleikana seldir við inngang – já það er posi.