Jólatorgsala Styrktarsjóðs Tónlistarskólans

30. nóvember 2012 | Fréttir

JÓLATORGSALA Styrktarsjóðs Tónlistarskólans er löngu orðin ómissandi þáttur í bæjarlífinu á aðventunni og einn stærsti liðurinn í fjáröflun sjóðsins.
Torgsalan verður á Silfurtorgi á morgun, laugardag 1.des. kl. 15, en kl. 16 verður kveikt á jólatrénu.   Það verður sannkölluð aðventustemmning í bænum, heitt kakó og lummur, kórsöngur, lúðraþytur og svo koma jólasveinar af fjöllum.

Enn á ný er leitað til foreldra og forráðamanna nemenda skólans um að gefa varning á torgsöluna: smákökur, tertur, jólasælgæti, jólasíld, föndur eða annað sem ykkur kann að detta í hug.
Tekið verður á móti framlögum í anddyri nýja Grunnskólans laugard. 1.des. kl. 12-13.

Framlög Styrktarsjóðsins réðu á sínum tíma úrslitum um að Tónlistarskólinn fékk eigið þak yfir höfuðið. Framkvæmdum er enn ekki lokið við skólahúsið, en Styrktarsjóðurinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að því hjálpa skólanum við að eignast ýmsan dýran búnað, s.s. tölvur,hljómflutningstæki,  skjávarpa og fleira. Framlög til Styrktarsjóðsins renna beint í þágu náms nemenda skólans.