Jólatorgsala 2014

27. nóvember 2014 | Fréttir

Jólatorgsala Tónlistarskóla Ísafjarðar er löngu orðin ómissandi þáttur í bæjarlífinu á aðventunni og einn stærsti liður í fjáröflun skólans.  Á torginu verður alls konar varningur sem velunnarar skólans gefa honum af miklu örlæti og eiga þeir innilegar þakkir skilið. Auk þessa verður heitt kakó og lummur, jólakort liðinna ára og söngur barna sem fullorðinna. Jólatorgsalan verður laugardaginn 29. nóvember og hefst kl. 15:30  Vonandi sjáumst við öll hress og kát!