Jólatónleikaröðin

5. desember 2012 | Fréttir

Jólatónleikar Tónlistarskóla Ísafjarðar eru fjölmargir að vanda og allir með mismunandi efnisskrá og fjölbreyttum tónlistaratriðum.

 

Tónleikarnir á Ísafirði verða í Hömrum sem hér segir:
Mánudagskvöldið 10.des.  kl. 19:30 Jólatónleikar hljóðfæranema  – aðalæfing sama dag kl.15:30
Þriðjudagskvöldið 11.des.  kl. 19:30 Jólatónleikar söngnema og öldunga
Miðvikudagskvöldið 12.des. kl. 19:30 Jólatónleikar hljóðfæranema   – aðalæfing sama dag kl.15:30
Fimmtudagskvöldið 13.des.  kl. 19:30 Jólatónleikar hljóðfæranema   – aðalæfing sama dag kl.15:30
Föstudagskvöldið 14.des.  kl. 19:30 Jólatónleikar hljóðfæranema   – aðalæfing sama dag kl.15:30


Í útibúum skólans verða tónleikarnir sem hér segir:
Á Þingeyri verða jólatónleikar hljóðfæranema í Félagsheimilinu  sunnudaginn 16.des.
Á Flateyri verða jólatónleikar hljóðfæranema í mötuneyti Arctic Odda mánud. 17.des. kl. 19:30
Hljóðfæranemar frá Suðureyri leika á tónleikum á Ísafirði og  á aðventukvöldi í Suðureyrarkirkju.


Barnakór og Skólakór Tónlistarskólans taka þátt í þrennum  jólatónleikum Karlakórsins Ernis, í Bolungarvík 5.des. kl.20, á Þingeyri 6.des. kl.20 og á Ísafirði 9.des. kl.17:00.