JÓLATÓNLEIKAR KOMNIR Á FULLT!

8. desember 2010 | Fréttir

Jólatónleikar Tónlistarskóla Ísafjarðar eru fjölmargir að vanda og allir með mismunandi efnisskrá og fjölbreyttum tónlistaratriðum. Allir eru hjartanlega velkomnir á alla tónleikana og ríkir yfirleitt mikil jólastemmning á þessum tónleikum enda eru börnin prúðbúin og glöð að leika jólalög í ótal mismunandi útgáfum.

 
Sl. sunnudagskvöld 12.des. léku tónlistarnemar á Þingeyri sína tonleika á aðventukvöldinu í Þingeyrarkirkju, í gærkvöld (þriðjudagskvöld)  voru jólatónleikar tónlistarnema á Flateyri í mötuneyti Eyrarodda á Flateyri og nk.sunnudag taka tónlistarnemar á Suðureyri þátt í aðventukvöldinu þar.
 
Á Ísafirði verða tónleikar hljóðfæra- og söngnema haldnir í Hömrum sem hér segir:
Miðvikudagskv. 8. des. kl. 19:30                Jólatónleikar hljóðfæranema I  
Fimmtudagskv. 9. des.   kl. 19:30                Jólatónleikar hljóðfæranema II 
Sunnudaginn 12. des.     kl. 14:00                Jólatónleikar hljóðfæranema III
Sunnudaginn 12. des.     kl. 16:00                Jólatónleikar hljóðfæranema IV               
Mánudagskv. 13. des.    kl. 19:30                Jólatónleikar söngnema og öldunga
Þriðjudagskv. 14.des.     kl. 19:30                Jólatónleikar hljóðfæranema V 
 
Barnakór og Stúlknakór skólans halda jólatónleika í Ísafjarðarkirkju þriðjud.14.des. kl. 17 (en ekki fimmtud. 16.des. eins og auglýst er í aðventublaðinu)
 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is