Vikuna 9.-14. desember verða jólatónleikar Tónlistarskólans.  Nánari upplýsingar um þá verða sendar út til nemenda og forráðamanna þeirra á allra næstu dögum.  Eins og undanfarin ár verður leitast við að setja systkini saman á tónleika eftir því sem við verður komið.  Nemendur og forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að sýna niðurröðun nemenda á tónleika skilning þar sem mikið púsluspil er að koma öllum fyrir með tilliti til allra þátta sem upp kunna að koma.  Með von um ánægjulega aðventu.