Jólaleyfi!

18. desember 2009 | Fréttir

Í dag, föstudaginn 18.des.,  er síðasti starfsdagur í Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir jól. Síðustu tónleikarnir voru á Þingeyri í gærkvöldi, í samvinnu við kirkjukór og sóknarnefndina á Þingeyri að viðstöddu fjölmenni.

Kennsla hefst aftur í skólanum þriðjudaginn 5. janúar. Þa verða nemendur að koma með stundatöflur sem kunna að hafa breyst og einnig verður þá tekið við nýjum umsóknum.