ÍSÓFÓNÍAN byrjar aftur að æfa

6. febrúar 2013 | Fréttir

ÍSÓFÓNÍAN er verkefni sem Tónlistarskóli Ísafjarðar hefur staðið fyrir nokkur undanfarin ár. Þá er sett saman stór hljómsveit nemenda á öllum stigum og á öll m0guleg hljóðfæri sem æfir nokkur lög í nokkrar vikur og kemur svo fram á Degi tónlistarskólanna. Allir kennarar skólans taka þátt í verkefninu, en það eru þau Madis Mäekalle og Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir sem stýra verkefninu. Madis hefur veg og vanda af að útsetja lögin á áheyrilegan hátt en þó þannig að byrjendur geti tekið þátt, en Bjarney Ingibjörg æfir kórana sem syngja með og stjórnar hljómsveitinni ásamt Madis.

Krakkarnir eru þegar byrjuð að æfalögin hvert hjá sínum kennara, en Ísófónían byrjar æfingar í næstu viku og kemur síðan fram á stórtónleikum í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 23.febrúar kl.14:00.

Samæfingar hljómsveitarinnar verða sem hér segir:

Þriðjud. 12.feb.  kl.13:00-14:00 – í Hömrum
Fimmtud. 14.feb. kl. 15:30-16:30 – í Hömrum
Þriðjud.. 19.feb. kl. 15:30-16:30 – í Hömrum
Miðvikud. 20.feb. kl. 15:30-16:30 – í Hömrum

Aðalæfing föstud.22.feb.15:30-17:30  í Ísafjarðarkirkju.

TÓNLEIKAR:
Laugard. 23.feb.kl.14:00 í Ísafjarðarkirkju